Kvikmyndasýning í nóvember 2019

Mánudaginn 11. nóvember kl.17:15 mun Prófessor Catharine Raudvere frá Háskólanum í Kaupmannahöfn sýna kvikmyndina Bosnian Muslim Women’s Rituals: Bulas Singing, Reciting and Teaching in Sarajevo í Odda 101 í Háskóla Íslands.

Catharine mun segja frá myndinni í upphafi og einnig svara spurningum eftir sýningu hennar. Eftir sýninguna geta svo þau sem vilja fært sig yfir á Stúdentakjallarann og haldið spjallinu áfram.

Öll eru velkomin og við hlökkum til að sjá ykkur!

Viðburðinn er haldinn af Félagi þjóðfræðinga á Íslandi, Mannfræðifélagi Íslands, Þjóðbrók og Homo.

Hér má sjá nánari lýsingu á efni myndarinnar:

Bosnian Muslim Women’s Rituals: Bulas Singing, Reciting and Teaching in Sarajevo

An educational film by Professor Catharina Raudvere, Copenhagen, and Dr Zilka Spahić-Šiljak, Sarajevo.

This film presents some Bosnian Muslim women’s commitments as ritual leaders and their vocal performances. Much of what you will see is specific for Sarajevo in terms of the style of singing, outfits and ways of socializing. These rituals have been performed in the city for centuries and belong to the Muslim history of South-Eastern Europe. Sufi rituals and ways of devotion have influenced how Islam has been practised in the region over the centuries.

With formal or informal education, the bulas of Sarajevo have been in charge of the structure of mevlud and tevhid ceremonies for generations. Being familiar with the Quran and the literature that praises the Prophet, these women have the knowledge and authority to compose the framework of a gathering. Each mevlud and tevhid has its individual character where verses from the Quran, prayers, blessings and poems are to be chosen in interaction with the family or organizer, in accordance with the nature of the occasion.

Today young bulas learn through participating when they receive ritual assignments from the experienced bulas. In this way they learn to relate to the Ottoman legacy of the mevlud tradition. By connecting that legacy with the lives of modern women, they make it relevant to the present time.

74647569_2613873285374081_6260807882174889984_o

Mannfræðifélag Íslands mælir með:

Þjóðarspegillinn  2019

Hvenær: 1. nóvember 2019

Þjóðarspegillinn er haldinn ár hvert við Háskóla Íslands. Um 170 fyrirlestrar eru fluttir í u.þ.b. 45 málstofum sem fjalla um það sem efst er á baugi í rannsóknum á sviði félagsvísinda á Íslandi.

Dagskrá í heild sinni má sjá hér

Í ráðstefnuvikunni er veggspjaldasýning þar sem fjölmargir fræðimenn, meistara- og doktorsnemar kynna rannsóknir sínar.

Send í sveit: þetta var í þjóðarsálinni – Málstofustjóri: Jónína Einarsdóttir

Thjodarspegill_stubbur

 

Aðalfundar Mannfræðifélags Íslands 2019

Kæru félagsmenn,

Boðað er til aðalfundar Mannfræðifélags Íslands þann 21. júní nk. kl. 20 í Reykjavíkur Akademíunni, Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík, 4. hæð á bókasafni Dagsbrúnar.

Dagskrá fundar:

a. Skýrsla formanns.

b. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram.

c. Kosning fimm manna stjórnar og tveggja varamanna.

d. Félagsgjöld.

e. Önnur mál.

Minnt er á að aðeins þeir sem hafa greitt árgjald hafa atkvæðisrétt á aðalfundi. Þeir sem enn eiga eftir að greiða árgjald eru beðnir að gera skil sem allra fyrst.

f.h. stjórnar

William Freyr

formaður MÍ

Skráning í félagið

Hádegisfyrirlestur: Framandleiki, hrun og uppbygging á Íslandi

Mannfræðifélag Íslands og námsbraut í mannfræði kynna:
Hádegisfyrirlestur með Kristínu Loftsdóttur, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, þann 28. mars kl.12 í Odda, stofu 101.

Í fyrirlestrinum ,,Eitthvað skrýtið og einkennilegt“: Framandleiki, hrun og uppbygging á Íslandi“ fjallar Kristín Loftsdóttir um bók sína Crisis and Coloniality at Europe’s Margins: Creating Exotic Iceland, sem kom nýlega út hjá Routledge. Bókin fjallar um mótun þjóðernissjálfsmynda á Íslandi frá upphafi 20 aldar; í gegnum útrás, hrun, kreppu og uppbyggingu. Kristín segir frá tilurð bókarinnar og helstu áherslum.

Aðgangur ókeypis

53769892_10158220884897619_1674846583251795968_n

Aðalfundur 2018

Aðalfundur Mannfræðifélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 7. júní kl. 20 í ReykjavíkurAkademíunni, Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík, 4. hæð á bókasafni Dagsbrúnar. Skv. lögum félagsins skal aðalfundur haldinn ekki síðar en í júní ár hvert og boða skal til hans með minnst 14 daga fyrirvara.
Dagskrá:
a. Skýrsla formanns.
b. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram.
c. Kosning fimm manna stjórnar og tveggja varamanna.
d. Kosning skoðunarmanna reikninga.
e. Félagsgjöld.
f. Lagabreytingar
g. Önnur mál.

Félagar eru hvattir til að mæta á fundinn. Minnt er á að aðeins þeir sem hafa greitt árgjald hafa atkvæðisrétt á aðalfundi. Þeir sem enn eiga eftir að greiða árgjald eru beðnir að gera skil sem allra fyrst.

 

Siðferðisleg álitamál í rannsóknum

unnamed6

Þriðjudaginn 13. mars mun Mannfræðifélag Íslands ásamt Félagi þjóðfræðinga á Íslandi og Félagsfræðingafélagi Íslands halda málþing um siðferðileg álitamál í rannsóknum. Málþingið verður í Háskóla Íslands í Odda, stofu 101 kl 16:30, aðgangur er ókeypis og allir áhugasamir eru velkomnir.

Erindi á málþinginu verða:

– Jónína Einarsdóttir: Eiga vísindasiðareglur erindi við mannfræðina?
– Rósa Þorsteinsdóttir:Látt’ekki nokkurn mann heyra þetta!
Siðareglur þjóðfræðisafns Árnastofnunar
– Sigurjón Baldur Hafsteinsson“Reign of Error“: Siðferðisvandinn við
sjónræn gögn
Pallborðsumræður að erindum loknum.

The Anthropologist

The-Anthropologist-still-3-Susie-Crate-and-Katie-Yegorov-Crate-Ironbound-Films-Inc

Mannfræðifélag Íslands, í samvinnu við námsbraut í mannfræði við Háskóla Íslands, stendur fyrir kvikmyndasýningu fimmtudaginn 8. febrúar í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands og hefst hún kl. 20:00.

Sýnd verður heimildamyndina „The Anthropologist“ (2016) en hún fylgir eftir mannfræðingnum Susie Crate þar sem hún rannsakar áhrif hnattrænnar hlýnunar á mismunandi samfélög með táningsdóttur sína, Kathryn Yegorov-Crate, með í för. Inn í frásögnina fléttast saga mannfræðinganna og mæðgnanna Mary Catherine Bateson og Margaret Mead. Frásögnin spannar fimm ár af rannsóknum í fjórum ólíkum samfélögum (Síberíu, Kiríbati, Perú og Virginíufylki Bandaríkjanna) þar sem áhrif loftlagsbreytinga á samfélag og lífsviðurværi frumbyggjanna koma bersýnilega í ljós. Myndin ætti að höfða til þeirra sem hafa áhuga á loftslagsbreytingum, frumbyggjahópum og mannfræði. Myndin er 78 mínútur og mestmegnis á ensku og með enskum texta.

Aðgangur er ókeypis og allir áhugasamir eru velkomnir.

Óvissa, ábyrgð, þrár: Unglingar í heimi hertrar landamæragæslu

22770539_692728544262239_7776415747129965626_o

Mannfræðifélag Íslands, í samstarfi við verkefnið Hreyfanleiki og þverþjóðleiki á Íslandi við Háskóla Íslands, stendur fyrir fyrirlestri þar sem mannfræðingurinn og sálfræðingurinn, Francesco Vacchiano, mun flytja erindið „Uncertainty, responsibility and desire. Adolescents’ migration in a world of borders.“ Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 101 í Odda við Háskóla Íslands, miðvikudaginn 8. nóvember og hefst kl. 16:00. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

„Eitt mest áberandi einkenni á félagslegri stöðu fólks í hnattvæddum heimi er möguleiki þess til að ferðast og flytjast búferlum. Á meðan mikill fjöldi fólks getur ferðast auðveldlega til framandi landa bíða aðrir í röðum fyrir framan ræðismannaskrifstofur með takmarkaða möguleika á að fá ferðaheimild. Þá reyna sumir áhlaup á girðingar sem loka af auðugri svæði heimsins. Séð úr Suðrinu, þá umbreytir fólk hreyfanleika sínum og félagslegri stöðu með því að færast á milli landamæra. Ungt fólk leggur því oft í slíka ferð sama hvað það kostar. Þeim sem tekst að færast á milli landamæranna þurfa hins vegar að standast væntingar frá heimaslóðum. Þau þurfa að standa undir kröfum í hinum ímyndaða heimi efnismenningar ásamt því að læra ný félagleg viðmið, án þess þó að tapa siðferðilegri ábyrgð á sjálfum sér og fjölskyldu sinni. Í þessum fyrirlestri verður farið yfir félagslegar og sálrænar afleiðingar fyrir unglinga, er leggja í þessa ferð.“

Francesco Vacchiano er mannfræðingur og klínískur sálfræðingur sem leggur áherslu á fólksflutninga, evrópsk landamæri og mörk, skrifræði og borgaraleg réttindi, auk þess að skoða samfélög og stofnanir í Norður Afríku. Hann hefur unnið að rannsóknum og klínískum starfsvenjum á sviði geðheilbrigðis og fólksflutninga (ethnopsychology) á Ítalíu og Portúgal meðal fylgdarlausra barna, flóttafólks og mansalsfórnarlamba, um væntingar þeirra til hreyfanleika jafnframt því hvernig þau takast á við þann flókna veruleika aðlögunar/útilokunar sem þeim mætir. Hann rannsakar nú væntingar er tengjast aðgerðarsinnum og fólksflutningum. Hann hefur stundað kennslu í mannfræði, sálfræði og félagsráðgjöf á Ítalíu, Spáni, Portúgal, Sviss, Túnis og Marokkó.

Aðgangur er ókeypis og allir áhugasamir eru velkomnir.

 

Aðalfundur 2017

Aðalfundur Mannfræðifélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 1. júní­ kl. 20 í bókasafni Dagsbrúnar, í  Reykjavíkurakademí­unni, 4. hæð, Þórunnartúni 2, 105 Reykjaví­k. Skv. lögum félagsins skal aðalfundur haldinn ekki síðar en í júní ár og boða skal til hans með minnst 14 daga fyrirvara.

Dagskrá:

  1. Skýrsla formanns.
  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram.
  3. Kosning fimm manna stjórnar og tveggja varamanna.
  4. Kosning skoðunarmanna reikninga.
  5. Félagsgjöld.
  6. Lagabreytingar
  7. Önnur mál.