Aðalfundur 2018

Aðalfundur Mannfræðifélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 7. júní kl. 20 í ReykjavíkurAkademíunni, Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík, 4. hæð á bókasafni Dagsbrúnar. Skv. lögum félagsins skal aðalfundur haldinn ekki síðar en í júní ár hvert og boða skal til hans með minnst 14 daga fyrirvara.
Dagskrá:
a. Skýrsla formanns.
b. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram.
c. Kosning fimm manna stjórnar og tveggja varamanna.
d. Kosning skoðunarmanna reikninga.
e. Félagsgjöld.
f. Lagabreytingar
g. Önnur mál.

Félagar eru hvattir til að mæta á fundinn. Minnt er á að aðeins þeir sem hafa greitt árgjald hafa atkvæðisrétt á aðalfundi. Þeir sem enn eiga eftir að greiða árgjald eru beðnir að gera skil sem allra fyrst.

 

Auglýsingar

Siðferðisleg álitamál í rannsóknum

unnamed6

Þriðjudaginn 13. mars mun Mannfræðifélag Íslands ásamt Félagi þjóðfræðinga á Íslandi og Félagsfræðingafélagi Íslands halda málþing um siðferðileg álitamál í rannsóknum. Málþingið verður í Háskóla Íslands í Odda, stofu 101 kl 16:30, aðgangur er ókeypis og allir áhugasamir eru velkomnir.

Erindi á málþinginu verða:

– Jónína Einarsdóttir: Eiga vísindasiðareglur erindi við mannfræðina?
– Rósa Þorsteinsdóttir:Látt’ekki nokkurn mann heyra þetta!
Siðareglur þjóðfræðisafns Árnastofnunar
– Sigurjón Baldur Hafsteinsson“Reign of Error“: Siðferðisvandinn við
sjónræn gögn
Pallborðsumræður að erindum loknum.

The Anthropologist

The-Anthropologist-still-3-Susie-Crate-and-Katie-Yegorov-Crate-Ironbound-Films-Inc

Mannfræðifélag Íslands, í samvinnu við námsbraut í mannfræði við Háskóla Íslands, stendur fyrir kvikmyndasýningu fimmtudaginn 8. febrúar í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands og hefst hún kl. 20:00.

Sýnd verður heimildamyndina „The Anthropologist“ (2016) en hún fylgir eftir mannfræðingnum Susie Crate þar sem hún rannsakar áhrif hnattrænnar hlýnunar á mismunandi samfélög með táningsdóttur sína, Kathryn Yegorov-Crate, með í för. Inn í frásögnina fléttast saga mannfræðinganna og mæðgnanna Mary Catherine Bateson og Margaret Mead. Frásögnin spannar fimm ár af rannsóknum í fjórum ólíkum samfélögum (Síberíu, Kiríbati, Perú og Virginíufylki Bandaríkjanna) þar sem áhrif loftlagsbreytinga á samfélag og lífsviðurværi frumbyggjanna koma bersýnilega í ljós. Myndin ætti að höfða til þeirra sem hafa áhuga á loftslagsbreytingum, frumbyggjahópum og mannfræði. Myndin er 78 mínútur og mestmegnis á ensku og með enskum texta.

Aðgangur er ókeypis og allir áhugasamir eru velkomnir.

Óvissa, ábyrgð, þrár: Unglingar í heimi hertrar landamæragæslu

22770539_692728544262239_7776415747129965626_o

Mannfræðifélag Íslands, í samstarfi við verkefnið Hreyfanleiki og þverþjóðleiki á Íslandi við Háskóla Íslands, stendur fyrir fyrirlestri þar sem mannfræðingurinn og sálfræðingurinn, Francesco Vacchiano, mun flytja erindið „Uncertainty, responsibility and desire. Adolescents’ migration in a world of borders.“ Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 101 í Odda við Háskóla Íslands, miðvikudaginn 8. nóvember og hefst kl. 16:00. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

„Eitt mest áberandi einkenni á félagslegri stöðu fólks í hnattvæddum heimi er möguleiki þess til að ferðast og flytjast búferlum. Á meðan mikill fjöldi fólks getur ferðast auðveldlega til framandi landa bíða aðrir í röðum fyrir framan ræðismannaskrifstofur með takmarkaða möguleika á að fá ferðaheimild. Þá reyna sumir áhlaup á girðingar sem loka af auðugri svæði heimsins. Séð úr Suðrinu, þá umbreytir fólk hreyfanleika sínum og félagslegri stöðu með því að færast á milli landamæra. Ungt fólk leggur því oft í slíka ferð sama hvað það kostar. Þeim sem tekst að færast á milli landamæranna þurfa hins vegar að standast væntingar frá heimaslóðum. Þau þurfa að standa undir kröfum í hinum ímyndaða heimi efnismenningar ásamt því að læra ný félagleg viðmið, án þess þó að tapa siðferðilegri ábyrgð á sjálfum sér og fjölskyldu sinni. Í þessum fyrirlestri verður farið yfir félagslegar og sálrænar afleiðingar fyrir unglinga, er leggja í þessa ferð.“

Francesco Vacchiano er mannfræðingur og klínískur sálfræðingur sem leggur áherslu á fólksflutninga, evrópsk landamæri og mörk, skrifræði og borgaraleg réttindi, auk þess að skoða samfélög og stofnanir í Norður Afríku. Hann hefur unnið að rannsóknum og klínískum starfsvenjum á sviði geðheilbrigðis og fólksflutninga (ethnopsychology) á Ítalíu og Portúgal meðal fylgdarlausra barna, flóttafólks og mansalsfórnarlamba, um væntingar þeirra til hreyfanleika jafnframt því hvernig þau takast á við þann flókna veruleika aðlögunar/útilokunar sem þeim mætir. Hann rannsakar nú væntingar er tengjast aðgerðarsinnum og fólksflutningum. Hann hefur stundað kennslu í mannfræði, sálfræði og félagsráðgjöf á Ítalíu, Spáni, Portúgal, Sviss, Túnis og Marokkó.

Aðgangur er ókeypis og allir áhugasamir eru velkomnir.

 

Aðalfundur 2017

Aðalfundur Mannfræðifélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 1. júní­ kl. 20 í bókasafni Dagsbrúnar, í  Reykjavíkurakademí­unni, 4. hæð, Þórunnartúni 2, 105 Reykjaví­k. Skv. lögum félagsins skal aðalfundur haldinn ekki síðar en í júní ár og boða skal til hans með minnst 14 daga fyrirvara.

Dagskrá:

  1. Skýrsla formanns.
  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram.
  3. Kosning fimm manna stjórnar og tveggja varamanna.
  4. Kosning skoðunarmanna reikninga.
  5. Félagsgjöld.
  6. Lagabreytingar
  7. Önnur mál.

 

 

 

Málþing um upplifun flóttafólks og hælisleitenda

malþing

Næstkomandi fimmtudag, 6. apríl, býður Mannfræðifélag Íslands, í samstarfi við námsbraut í mannfræði við Háskóla Íslands, til málþings um Upplifun flóttafólks og hælisleitenda ásamt móttöku heimamanna. Fundurinn verður í Árnagarði, stofu 201, kl. 16:30-18:30.

Dagskrá:

Um íslamófóbíu

Kristján Þór Sigurðsson, mannfræðingur, reifar nokkra þætti sem tengjast hugtakinu íslamófóbíu, eða íslamsfæð, en þetta hugtak og birtingarmyndir þess hafa verið áberandi í umræðu um flóttafólk, hælisleitendur og innflytjendur almennt í seinni tíð. Áhrif íslamófóbíu hafa ekki auðveldað þá stöðu sem margt fólk, einkum frá stríðshrjáðum Miðausturlöndum, þarf að glíma við í samskiptum við þau samfélög sem það mætir á flótta sínum frá heimalöndum sínum. Þessi andúð er bæði einstaklings- og kerfisbundin og þess vegna er mikilvægt að vera meðvitaður um hverskyns fyrirbæri er að ræða.

Hverflugleiki ungra sýrlenskra flóttamanna í Aþenu

Árdís Kristín Ingvarsdóttir, mannfræðingur og félagsfræðingur, fjallar um flóknar lagalegar, félagslegar og menningarlegar áskoranir ungra karla sem komið hafa til Aþenu sem flóttamenn frá hinu stríðshrjáða Sýrlandi. Einkum lítur hún á þá erfiðleika sem þessir ungu menn upplifa þar sem þeir eru ófærir um sjá fyrir og sinna fjölskyldu sinni (sem var jafnvel að hluta til horfin), en það er mikilvægur hluti af sjálfsmynd þeirra sem karlmenn. En það er þó bara einn hluti af flóknum erfiðleikum á nýjum stað við óboðlegar aðstæður.

„Ég er ekki sá sem þú heldur að ég sé“

Anna Lára Steindal, heimspekingur, fjallar um hvernig takmarkað sjónarhorn þeirra sem vinna með flóttafólki getur verið hamlandi, þegar eingöngu er horft á flóttafólk sem slíkt, en manneskjan sem í flóttamanninum býr gleymist – með alla sína sögu, drauma, vonir og möguleika. Anna Lára greinir frá persónulegri reynslu sinni af samskiptum sín við flóttamenn sem komið hafa til Íslands og undirstrikar að á bak við reglugerðir, tölur og tölfræði eru persónur og einstaklingar í neyð, sem sótt hafa um aðstoð okkar.

Reynsla sýrlenskra flóttamanna – persónuleg frásögn

Aizar Nakour og Enas Abo Hassoun eru sýrlenskir flóttamenn hér á Íslandi sem vilja segja frá persónulegri reynslu sinna af flótta sínum, ástæðum og því sem kom á eftir, þar á meðal frá nýrri reynslu í nýju landi. Þau munu lýsa því sem þeim hefur gagnast best við komu sína, en einnig benda á það sem betur mætti fara í móttöku okkar við flóttafólk.

Allir áhugasamir velkomnir, aðgangur er ókeypis